top of page

Vín mars mánaðar

Rautt flokkur.jpg

Því miður er Vínklúbburinn okkar fullsetinn eins og er en hægt er að skrá sig
hér að neðan og þá setjum við ykkur á biðlista ef pláss losnar.

VÍNKLÚBBUR USAVÍN
 

Fáðu sent einu sinni í mánuði 2 flöskur. Heimsending er
innifalin á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en annars er sent með Póstinum, einnig er hægt að sækja til okkar.
Vinin eru valin af okkur og eru yfirleitt frá okkar birgjum en líka frá öðrum. Allt eru þetta vín sem okkur þykja góð og spennandi !

SKILMÁLAR :

 

Mánaðargjald er 13.600 kr. og eru vínin valin þannig að verð þeirra yfir 12 mánaða tímabil stemmi við þá upphæð sem greidd er. Reikningar koma í heimabanka 1. hvers mánaðar og vín er afhennt strax eftir greiðslu. Það verða misdýr vín í hverjum mánuði svo ekki er alltaf um að ræða vín fyrir nákvæmlega það sem greitt er á mánuði en þegar lagt er saman 12 mánaða tímabil stemmir heildarverð flaskna við greiðslur. Afsláttur til klúbbfélaga er að meðaltali um 5% frá heildsöluverði okkar sem er um 20% ódýrara en þessi vín myndu kosta í ÁTVR. Hugmyndin er því sú að um a.m.k. 12 mánaða bindingu sé að ræða að hálfu klúbbfélaga. 

Kæru klúbbfélagar

Í vín fréttum er þetta helst. Nýlokið er stærstu vínsýningu heims, Prowein í Dusseldorf, og fórum við feðgar að sjálfsögðu
og kíktum á herlegheitin. Það er mikið til að víni vissum við, en ekki að það væri SVONA mikið. Þarna sýna um 6000 framleiðendur
í 17 höllum svo það er vita vonlaust að komast yfir að smakka nema brotabrot af þessu. Okkur telst til að við höfum smakkað
um 160 tegundir á þessum 2 dögum sem við vorum þarna.

Helstu vonbrigði sýningarinnar að okkar mati voru áfengislaus vín sem voru þarna í sérstökum fókus. Úr þeirri höll var
haldið með óbragð í munni en við fundum eitt freyðivín sem var ekki vont! Við erum sem sagt ekki að fara að flytja það inn
í bráð og höldum okkur bara við áfeng vín.

Það er margt spennandi að bætast í flóru okkar eftir þessa sýningu og helst að telja vín frá Portúgal og Þýskalandi sem við erum mjög
spenntir fyrir. Þessi vín koma nú í maí og fáið þið boð um smökkun og verða vín frá þessum framleiðendum í mánaðar pökkum í bland við annað
fram eftir sumri.

Eitt nýtt merki er væntanlegt frá Kaliforníu og er loks að fást lending í að koma þeim vínum heim en um er að ræða ný vín frá
Matthiasson, Arnot-Roberts og þessum nýja framleiðanda sem eins og er skal vera nafnlaus, þar til gengið hefur verið
frá öllu varðandi hann.

Við reiknum með að fá litla sendingu af eðal Kampavíni síðar í vor og einnig smökkuðum við það besta Prosecco sem við
höfum bragðað. Prosecco hefur í hugum margra frekar neikvætt orðspor enda það sem er mest á boðstólnum hér ekki í háum
gæðaflokki, en þetta var algjörlega frábært vín.

Við munum opinbera þessar nýju tegundir þegar gengið hefur verið frá formlegum samningum við þessa framleiðendur.

Vín Apríl mánaðar :

Matthiasson Cabernet Sauvignon 2019

Sum ykkar hafa fengið 2018 árganginn en þetta er ekki síðri árgangur, fær reyndar enn hærri stjörnugjöf á Vivino 4.3
Þetta vín má geyma en þeir sem vilja sín vín fersk og ung drekka þetta bara strax. Það er mælt með umhellingu á þessu víni
20-30 mín. í Karöflu opnast það og verður enn betra. Þeir sem ekki hafa prófað þessi Cabernet vín frá Matthiasson verða
kannski undrandi á því hve ólík þau eru mörgum Napa Cabernet "bombum" sem þetta vín er alls ekki. Vínið er fínlegt og létt
enda einungis 13% áfengismagn. Tilvalið með Páskalambinu eða bara eitt og sér.

Château La Prade 2018

Þetta er 85% Merlot 15% Cabernet Franc vín frá Cotes de Bordeaux og er fær þessi árgangur bestu einkunn sem vínið hefur fengið eða 4 stjörnur á Vivino.
Eigandi þessarar víngerðar er Nicolas Thienpont en hann á fleiri víngerðarhús í Bordeaux og þar með talið Chateau Larcis Ducasse sem er vel þekkt gæðavín.
Þetta er með ódýrustu Bordeaux vínum sem við höfum flutt inn kostar aðeins 3.800 kr. til klúbbfélaga og viljum við gjarnan fá viðbrögð frá ykkur hvernig þetta
smakkast því við erum jú alltaf að leita að vínum frá þessu svæði sem ekki kosta "augun úr ".

Það er gaman að segja frá því að annað Bordeaux vín sem þið hafið fengið og er einnig á mjög hagstæðu verði miðað við gæði, Chateau Cote de Baleau
er nú orðið aðal hús-rauðvínið á Hótel Rangá og mun vonandi koma í Vínbúðina síðar á þessu ári enda einstaklega gott vín á góðu verði.
Við eigum það til og verðið til ykkar er 4.950 kr.

Við náum ekki að keyra út allt vín fyrir Páska svo endilega látið okkur vita ef þið getið sótt en það verður hægt á morgun og mánudag. Eitthvað verður keyrt út á morgun
svo endilega látið vita ef þið viljið fá þetta fyrir Páska annars kemur þetta strax í vikunni þar á eftir.

Skráning í Vínklúbb USAVÍN

Takk fyrir skráninguna

bottom of page