top of page

Vín mars mánaðar

Rautt flokkur.jpg

Því miður er Vínklúbburinn okkar fullsetinn eins og er en hægt er að skrá sig
hér að neðan og þá setjum við ykkur á biðlista ef pláss losnar.

VÍNKLÚBBUR USAVÍN
 

Fáðu sent einu sinni í mánuði 2 flöskur. Heimsending er
innifalin á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en annars er sent með Póstinum, einnig er hægt að sækja til okkar.
Vinin eru valin af okkur og eru yfirleitt frá okkar birgjum en líka frá öðrum. Allt eru þetta vín sem okkur þykja góð og spennandi !

SKILMÁLAR :

 

Mánaðargjald er 12.900 kr. og eru vínin valin þannig að verð þeirra yfir 12 mánaða tímabil stemmi við þá upphæð sem greidd er. Reikningar koma í heimabanka 1. hvers mánaðar og vín er afhennt strax eftir greiðslu. Það verða misdýr vín í hverjum mánuði svo ekki er alltaf um að ræða vín fyrir nákvæmlega það sem greitt er á mánuði en þegar lagt er saman 12 mánaða tímabil stemmir heildarverð flaskna við greiðslur. Afsláttur til klúbbfélaga er að meðaltali um 5% frá heildsöluverði okkar sem er um 20% ódýrara en þessi vín myndu kosta í ÁTVR. Hugmyndin er því sú að um a.m.k. 12 mánaða bindingu sé að ræða að hálfu klúbbfélaga. Kjósi klúbbfélagi að hætta í klúbbnum má hann fara fram á uppgjör og endurgreiðslu ef hann hefur greitt meira í mánaðargjöld en þau vín sem hann hefur fengið og sama gildir um að klúbburinn áskilur sér rétt til að senda uppgjörsreikning sé staðan á hinn veginn.


VÍN MARS MÁNAÐAR:

Kæru klúbbfélagar

Nú er komið að vínum mars mánaðar. Við vorum búin að lofa einhverjum að í þetta sinn kæmi amerískt vín í pakkanum en það næst því miður ekki. Það kemur vonandi í næsta mánuði ef allt gengur upp.

Næsta sending til okkar er frá Bordeaux og svo er í undirbúningi að skoða vín frá Portúgal. Undirritaður fór til Portúgal til að kynna sér þarlend vín sem ber vonandi ávöxt seinna í vor.
Framleiðandinn sem við ætlum að prófa heitir Heredado de Rocim og er í Alentejo héraði. Þetta er nokkuð stór framleiðandi með mikið úrval og nokkuð breitt verðbil.
Smökkuð voru yfir 20 vín í þeirri heimsókn og flest afbragðs góð, jafnvel ódýrustu vínin voru með þeim betri sem ég hef smakkað miðað við verð.

Rocim gerir vín bæði á gamla og nýja mátann. Þeir eru með nokkur vín sem þeir gerja í leirkrukkum en slík aðferð á sér sögu allt að 8.000 ár aftur í tímann. Þeir eru einnig með hefðbundnari víngerð í stáltönkum og eikartunnum.
Flaggskipið þeirra heitir Jupiter og er rauðvín sem fær 97 punkta og kostar eitthvað um 160.000 kr. flaskan ef þið hafið áhuga. Flest vínin þeirra verða 3.000-8.000 kr. og mörg hver alveg afbragðsgóð. Við munum leita til ykkar með að smakka þessi vín með okkur þegar sending kemur til landsins og kynnum við það betur síðar.

Framhald verður á innflutningi ítölsku vínanna sem mörg ykkar hafa prófað frá Castello di Monsanto, Raineri og Siro Pacente. Svo er framundan ferð á stærstu vínsýningu heims Prowein í Þýskalandi um miðjan mars.

Vín mars mánaðar eru :

Chateau Capbern 2018

Vínið er frá St. Estephe og er um 70% Cabernet Sauvignon og 30% Merlot. Víngerðin er í eigu sömu aðila og Calon Ségur en það vín þykir eitt af þeim allra bestu frá þessu svæði. Víngerðarmenn Calon Ségur hafa yfirumsjón með Capbern svo það er við góðu að búast. 2018 árgangurinn fær 94 í einkunn hjá Wine Enthusiast og er vínið sagt vera bragðmikið og þétt en nokkuð tannín ríkt og mælt með að drekka það eftir árið 2026.

Château Grand Corbin Despagne 2018

Þessi víngerð í St. Emilion hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1812. Vínið er að mestu Merlot en blandað lítillega af Cabernet Sauvignon og Cabernet Franc. Vínið fær 92 punkta í meðaleinkunn vínskríbenta.
Eins og með flest Bordeaux vín er það smekksatriði hvort á að drekka eða geyma. 

Eins og áður er vel þegið að fá ykkur í heimsókn að sækja en við skutlum þessu næstu daga. Þeir sem búa úti á landi endilega látið vita ef þið viljið sækja annars fer þetta í póst.

Skráning í Vínklúbb USAVÍN

Takk fyrir skráninguna

bottom of page