<Vín september mánaðar

Rautt flokkur.jpg
VÍNKLÚBBUR USAVÍN
 

Fáðu sent einu sinni í mánuði 2 flöskur. Heimsending er
innifalin á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en annars er sent með Póstinum, einnig er hægt að sækja til okkar.
Vinin eru valin af okkur og eru yfirleitt frá okkar birgjum en líka frá öðrum. Allt eru þetta vín sem okkur þykja góð og spennandi !

SKILMÁLAR :

 

Mánaðargjald er 12.900 kr. og eru vínin valin þannig að verð þeirra yfir 12 mánaða tímabil stemmi við þá upphæð sem greidd er. Reikningar koma í heimabanka 1. hvers mánaðar og vín er afhennt strax eftir greiðslu. Það verða misdýr vín í hverjum mánuði svo ekki er alltaf um að ræða vín fyrir nákvæmlega það sem greitt er á mánuði en þegar lagt er saman 12 mánaða tímabil stemmir heildarverð flaskna við greiðslur. Afsláttur til klúbbfélaga er að meðaltali um 5% frá heildsöluverði okkar sem er um 20% ódýrara en þessi vín myndu kosta í ÁTVR. Hugmyndin er því sú að um a.m.k. 12 mánaða bindingu sé að ræða að hálfu klúbbfélaga. Kjósi klúbbfélagi að hætta í klúbbnum má hann fara fram á uppgjör og endurgreiðslu ef hann hefur greitt meira í mánaðargjöld en þau vín sem hann hefur fengið og sama gildir um að klúbburinn áskilur sér rétt til að senda uppgjörsreikning sé staðan á hinn veginn.


VÍN NÓVEMBER MÁNAÐAR:

Kæru klúbbfélagar

Nú er komið að vínum nóvember mánaðar og að þessu sinni erum við í frönskum gír. Von er á sendingu fyrir miðjann nóv. svo við afhendum ekki fyrr en hún er komin og vonum við að það komi ekki að sök.
Bendi á að sjálfsagt er að skipta ef þið viljið einhver önnur vín en þau sem eru vín mánaðarins hverju sinni, bara láta okkur vita og við finnum út úr því.

Það er margt spennandi að gerast hjá okkur sérstaklega í fágætari vínum en von er á nokkrum risum í næstu sendingu sem reyndar er meira og minna allt selt en þar eru m.a. eðal hvítvín frá Haut Brion, nýjasti árgangur Opus One ofl. gott.
Við eigum til svolítið af "spari vínum " ef þið viljið gera sérstaklega vel við ykkur fyrir komandi jólahátíð og áramót. Þessi vín eru öll á síðunni okkar og ef þið hafið áhuga á að krækja ykkur í eitthvað að þeim endilega látið okkur vita og
þið fáið okkar besta verð! Bendi sérstaklega á Cabernet Sauvignon frá Arnot - Roberts sem er nánast hvergi fáanlegt og er einstaklega ljúffengt. Við eigum til 3 gerðir í takmörkuðu magni.
Einnig er eitthvað eftir af Sena frá Chile en Solaia 2007 er því miður uppselt.

Við fáum nokkrar flöskur af Chateau D´Yquem bæði heilar og hálfar flöskur en þetta þykir einfaldlega besta sætvín í heimi og er í essinu sínu með Foie Gras og þvílíku Gourmet fæði. Verð á 750 ml. er 54-60 þús. 2019 og 2016 og verð á 375 ml. 2016 er 32 þús. Fátt sem toppar það um áramótin!
Einnig erum við að fá Exsto Koníak sem er framleitt í 2 gerðum og er sérpantað fyrir valda veitingastaði og safnara. Þetta er Koníak af dýrari gerðinni, Imperial flaskan kostar 220.000 kr. og Elixir flaskan 50.000 kr. Þetta er sérblandað af
einum besta Sommelier heims, írsk kona að nafni Julie Dupouy sem valin hefur verið besti kven Sommelier heims og þriðji besti Sommelier heims þegar bæði kyn eru tekin með. Í þessum blöndum er Koníak frá 35-100 ára gamalt og JÁ það er MJÖG GOTT.

Vín nóvember mánaðar eru bæði frá Bordeaux að þessu sinni :

Chateau Lassegue 2017

50% Merlot, 45% Cabernet Franc, 5% Cabernet Sauvignon. Vínið er frá St. Emilion og er svokölluð Bordeaux blanda en þessi vín eru ekki alltaf með sama magn af hverri þrúgu, það fer eftir hvernig árar
fyrir hverja þrúgu. Víngerðarmaðurinn Pierre Seillan er einn virtasti víngerðarmaður Evrópu og hefur komið að víngerð í Frakklandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Hann er einn af þeim sem þróuðu Vérité vínin frá Kaliforníu sem eru mjög eftirsótt og hafa fengið 100 í einkunn frá Robert Parker. Hann hefur verið einn af eigendum
Chateau Lassegue frá árinu 2003 og er af 6. kynslóð víngerðarmanna.
Árgangurinn fær 92  í meðaleinkunn á Wine Searcher.

Tronquoy Lalande 2017

Vínið kemur frá hjarta St. Estephe í Bordeaux og á rætur allt aftur til 18. aldar.
Merlot : 55%, Cabernet Sauvignon : 37%, Petit Verdot : 6 %, Cabernet Franc : 2%
Eigandinn Hervé Berland er enginn smá kall í vín bransanum. Hefur unnið með ekki ómerkari mönnum en Baron Phillippe de Rothschild  og var hjá Château Mouton Rothschild í um 30 ár áður en hann fór til Chateau Montrose, þokkaleg ferilskrá það.
Árgangurinn fær 91 í einkunn á Wine Searcher.

Við munum tilkynna þegar vínin eru tilbúin til afhendingar og þá annaðhvort kíkið þið til okkar eða við sendum eða skutlum þessu til ykkar. Við áformum að afhenda desember vínin í vínsmökkun sem við efnum til í byrjun des.
Það væri gaman að sjá sem flesta og látum við ykkur vita stað og stund tímanlega.

Skráning í Vínklúbb USAVÍN

Takk fyrir skráninguna

Því miður er Vínklúbburinn okkar fullsetinn eins og er en hægt er að skrá sig
hér að neðan og þá setjum við ykkur á biðlista ef pláss losnar.