<Vín maí mánaðar

Rose in glass.webp

VÍNKLÚBBUR USAVÍN
 

Fáðu sent einu sinni í mánuði 2 flöskur. Heimsending er
innifalin á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en annars er sent með Póstinum, einnig er hægt að sækja til okkar.
Vinin eru valin af okkur og eru yfirleitt frá okkar birgjum en líka frá öðrum. Allt eru þetta vín sem okkur þykja góð og spennandi !

SKILMÁLAR :

 

Mánaðargjald er 12.900 kr. og eru vínin valin þannig að verð þeirra yfir 12 mánaða tímabil stemmi við þá upphæð sem greidd er. Reikningar koma í heimabanka 1. hvers mánaðar og vín er afhennt strax eftir greiðslu. Það verða misdýr vín í hverjum mánuði svo ekki er alltaf um að ræða vín fyrir nákvæmlega það sem greitt er á mánuði en þegar lagt er saman 12 mánaða tímabil stemmir heildarverð flaskna við greiðslur. Afsláttur til klúbbfélaga er að meðaltali um 5% frá heildsöluverði okkar sem er um 20% ódýrara en þessi vín myndu kosta í ÁTVR. Hugmyndin er því sú að um a.m.k. 12 mánaða bindingu sé að ræða að hálfu klúbbfélaga. Kjósi klúbbfélagi að hætta í klúbbnum má hann fara fram á uppgjör og endurgreiðslu ef hann hefur greitt meira í mánaðargjöld en þau vín sem hann hefur fengið og sama gildir um að klúbburinn áskilur sér rétt til að senda uppgjörsreikning sé staðan á hinn veginn.
 

Nú er komið að vínum maí mánaðar og þar eru 2 vín að vanda. Vorboðinn er sannarlega Rósavín sem Íslendingar eru óðum að taka í sátt aftur eftir ofneyslu á Mateus rósavíni sem boðið var með öllum mat hér í "denn" þegar vínmenning var með öðrum hætti. Njóta skal hverrar sólarglennu og er leitun að betur passandi drykk en ljúffengu Rósavíni þá sjaldan að blíðan hittir á gott síðegi. Rósavín er einnig afbragðsgott með ýmsum mat s.s. Laxi, Önd, Humar ofl.

Hvet ykkur til að panta þetta vín á síðunni okkar meðan birgðir endast.

Vínin okkar eru að fá inni á æ fleiri stöðum og nýjasti samstarfsaðili okkar er nýr og spennandi vínbar á Akureyri, Eyja vínbar. Hvetjum við alla sem leið eiga norður að kíkja þangað og fá sér glas af góðu víni og ekki  er síðra, úrval smárétta sem framreitt er af frábærum kokki þeirra Matthew Wickstrom sem m.a. hefur unnið á Dill ofl. fyrsta flokks veitingastöðum.


VÍN MAÍ MÁNAÐAR:


Matthiasson Rose 2021.

Við fáum þetta frábæra Rósavín aðeins einu sinni á ári, það selst strax upp hjá Matthiasson svo við erum mjög lukkuleg með að geta boðið þetta dáyndis vín hér á Íslandi. 

Sérlega létt og ferskt, fölbleikt og fínlegt með ljúft bragð sem endist lengi. Vínið er ekki "kald-verkað " og því geta myndast í því kristallar sem líkjast botnfalli þegar það hefur kólnað niður fyrir ákveðið hitastig. Þetta er algerlega bragðlaust og meinlaust og kallast "tartrate crystals" oft nefnt "víndemantar". "Kald verkun" er þegar vín eru kæld niður undir frostmark fyrir átöppun til að hindra að þessir kristallar myndist en slíkt getur haft neikvæð áhrif á lit og bragð og því gerir Matthiasson þetta ekki við sín vín. Umhella má víninu eða hella því í gegn um grisju ef þessir kristallar þykja til trafala :) 

Þrúgusamsetning er: 40% Grenache, 18% Barbera, 16% Counoise, 14% Syrah, and 12% Mouvedre

Fara í vefverslun

 

Caiarossa 2015

Margverðlaunað vín frá Ítalíu nánar tiltekið frá svæði rétt sunnan við Pisa úti við ströndina. Samsett úr Merlot, Cabernet Franc, Cabernet Sauvignon, Syrah, Sangiovese, Petit Verdot, Alicante. Margslungið vín sem fær frábæra dóma 4.2 á Vivino og 93 stig ( pro rating) skv . Wine Searcher.

Vínið passar með öllu kjöti, bragðmiklum ostum og er einnig sérlega gott bara eitt og sér. Bragðmikið en mjúkt. Þrúgurnar eru hand tíndar af  Podere Serra all'Olio vínekrunni og er hver og ein þrúga látin þroskast sér í eikartunnum í 11-20 mánuði. Eftir blöndun er vínið í 6 mánuði í steyptum tönkum áður en það er sett á flöskur.

 

Skráning í Vínklúbb USAVÍN

Takk fyrir skráninguna