Vín nóvember mánaðar

VÍNKLÚBBUR USAVÍN
 

Fáðu sent einu sinni í mánuði 2 flöskur. Heimsending er
innifalin á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en annars er sent með Póstinum, einnig er hægt að sækja til okkar.
Vinin eru valin af okkur og eru yfirleitt frá okkar birgjum en líka frá örðum. Allt eru þetta vín sem okkur þykja góð og spennandi !

SKILMÁLAR :

 

Mánaðargjald er 12.900 kr. og eru vínin valin þannig að verð þeirra yfir 12 mánaða tímabil stemmi við þá upphæð sem greidd er. Reikningar koma í heimabanka 1. hvers mánaðar og vín er afhennt strax eftir greiðslu. Það verða misdýr vín í hverjum mánuði svo ekki er alltaf um að ræða vín fyrir nákvæmlega því sem greitt er á mánuði en þegar lagt er saman 12 mánaða tímabil stemmir heildarverð flaskna við greiðslur. Afsláttur til klúbbfélaga er að meðaltali um 5% frá heildsöluverði okkar sem er um 20% ódýrara en þessi vín myndu kosta í ÁTVR.

VÍNKLÚBBURINN FER VEL AF STAÐ
 

Nú er komið að því að senda ykkur vín nóvembermánaðar. Við völdum tvö rauðvín að þessu sinni og til að geta sent ykkur tvær "alvöru bombur" í desember verðum við að hafa vínin í nóvember og janúar nokkuð ódýrari en mánaðargjaldið. Desember vínin verða hins vegar mun dýrari svo þetta jafnast út. Nú hefur Íslandspóstur tikynnt verulega hækkun á burðargjaldi og bendum við ykkur sem eruð úti á landi á að sækja eða láta sækja til okkar ef þið hafið tök á. Við sendum fyrstu sendinguna á okkar kostnað en nú bætist burðargjald við ef þið viljið fá sent og er það líklega um 1.600-1.800 kr. fyrir þessar tvær flöskur. Endilega látið vini og kunningja vita af klúbbnum því það er margt spennandi framundan. Nýjasta viðbótin eru vín frá Kaliforníu, LIOCO. Annar stofnendanna var yfir vínþjónn á hinum heimsfræga veitingastað Spagos í Beverly Hills og eru vín frá þeim á lista t.d. hjá Jean-Georges sem er 3 stjörnu Michelin staður í New York.Þessi vín eru mjög áhugaverð og hafa fengið mikla umfjöllun og góða dóma.

VÍN NÓVEMBER MÁNAÐAR:

MATTHIASSON SCHIOPPETTINO 2017
 

Schioppettino (heitir einnig Ribolla Nera) er upphaflega frá Friuli héraðinu á ítalíu við landamæri Slóveníu.Matthiasson eru einir af þeim fáu sem eru með ekrurnar sem rækta þessa þrúgu í Kaliforniu. Mjög gömul þrúga en nafnið merkir "byssuskot" og á sögu allt aftur til 1282. Þrúgan er fjarskyld Syrah og Pinot noir.
Þetta er ákaflega skemmtilegt og létt vín, nokkuð "piprað" en einungis 11,1% og eitt af okkar uppáhaldsvínum. Aðeins 145 kassar eru framleddir af þessu víni svo það er ekki mikið til en við eigum einhverjar flöskur til ef þið viljið kaupa meira. Þessi árgangur 2018 fær 4.3 stjörnur á Vivino.

 

ZENATO 
Ripasso Valpolicella 2017

 

Hér er vín frá vinum okkar á Grillmarkaðnum en þeir flytja það inn og selja á sínum veitingastöðum, Grillmarkaðnum og Fiskmarkaðnum. Á þeirra vínlista er nú líka að finna nokur vín frá USAVÍN. Þessi árgangur fær 4.2 stjörnur á Vivino og er ljúft og með góða fyllingu. Þetta vín eigum við til í magni og kostar flaskan 3.500 kr. sem verða að teljast afar góð kaup. 

Skráning í Vínklúbb USAVÍN

Takk fyrir skráninguna