<Vín júní mánaðar

Rautt flokkur.jpg
VÍNKLÚBBUR USAVÍN

ATH ! Vínklúbburinn okkar er fullsetinn að sinni ! Ekki verður tekið við fleiri
meðlimum í bili en sendið samt inn umsókn og við látum ykkur vita hvenær við getum tekið inn nýja félaga.

 

Fáðu sent einu sinni í mánuði 2 flöskur. Heimsending er
innifalin á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en annars er sent með Póstinum, einnig er hægt að sækja til okkar.
Vinin eru valin af okkur og eru yfirleitt frá okkar birgjum en líka frá öðrum. Allt eru þetta vín sem okkur þykja góð og spennandi !

SKILMÁLAR :

 

Mánaðargjald er 12.900 kr. og eru vínin valin þannig að verð þeirra yfir 12 mánaða tímabil stemmi við þá upphæð sem greidd er. Reikningar koma í heimabanka 1. hvers mánaðar og vín er afhennt strax eftir greiðslu. Það verða misdýr vín í hverjum mánuði svo ekki er alltaf um að ræða vín fyrir nákvæmlega það sem greitt er á mánuði en þegar lagt er saman 12 mánaða tímabil stemmir heildarverð flaskna við greiðslur. Afsláttur til klúbbfélaga er að meðaltali um 5% frá heildsöluverði okkar sem er um 20% ódýrara en þessi vín myndu kosta í ÁTVR. Hugmyndin er því sú að um a.m.k. 12 mánaða bindingu sé að ræða að hálfu klúbbfélaga. Kjósi klúbbfélagi að hætta í klúbbnum má hann fara fram á uppgjör og endurgreiðslu ef hann hefur greitt meira í mánaðargjöld en þau vín sem hann hefur fengið og sama gildir um að klúbburinn áskilur sér rétt til að senda uppgjörsreikning sé staðan á hinn veginn.


VÍN JÚlÍ MÁNAÐAR:

Nú er komið að vínum júlí mánaðar og að þessu sinni  leitum við út fyrir okkar innflutning. Við vorum svo heppin að ná í 2 vín frá Suður Afríku sem einkaaðili hér á landi flutti inn fyrir sig og sína vini. Þessi vín eru afbragsgóð og hafa ekki verið fáanleg hér

BEESLAAR PINOTAGE 2018

Pinotage þrúgan er eitt helsta framlag Suður Afríku til víngerðar. Þrúgan var fyrst ræktuð um 1924 sem blanda af Pinot Noir and Cinsaut og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Beeslaar Pinotage er margverðlaunað vín og hefur fengið dóma allt uppí 96 punkta hjá fagaðilum enda vínið einstaklega bragðgott og ljúft. Hægt er að sérpanta þetta í Vínbúðinni en þar er vínið nýkomið á sérpöntunarlistann.

RAINBOWS END FAMILY RESERVE 2018

Við fengum restina af þessu víni sem er gert í litlu magni. Blandan er Merlot 34%, Cabernet Franc 33%, Petit Verdot 33% og er mjög skemmtilegt, hefur bæði fyllingu og ferskleika. Bæði vínin má geyma í nokkur ár en fyrir þá sem kjósa frekar yngri vín getum við fullyrt að bæði eru tilbúin til drykkjar núna. Þau munu örugglega ná enn meiri þroska við geymslu en það er alltaf þetta smekksatriði sem þarf að ráða því. 


 

Skráning í Vínklúbb USAVÍN

Takk fyrir skráninguna