top of page

Steve og Jill Matthiasson stofnuðu Matthiasson Wine 2003. Þau leggja mikla áherslu á sjálfbæra og lífræna ræktun og er Steve einn virtasti ráðgjafi á sviði ræktunar og umhirðu vínekra í Napa dal. Steve á ættir að rekja til Íslands en langa langafi hans var frá Skriðnesenni á Ströndum og ber ein vínekran þeirra nafn bæjarins.

Víngerðin er í útjaðri Napa borgar í hjarta Napa dalsins. Í næsta nágrenni eru t.d. Hess og Monticillo víngerðirnar sem margir unnendur Napa vína þekkja. Vínekrurnar eru bæði þar og á fleiri stöðum í Napa en þar er vart að finna lófastóran blett sem ekki er notaður undir vínrækt enda Napa orðið eitt dýrasta víngerðarsvæði í heimi.

Matthiasson á sínar eigin vínekrur en fær einnig þrúgur af ekrum sem þeir leigja eða sjá um að rækta í skitptum fyrir þrúgur. Flestar vínekrur þeirra eru komnar með lífræna vottun og hinar eru í loka fasa með slíka vottun. 
 

Vínin þeirra eru innblásin af hefðbundinni víngerð en horft til franskrar víngerðar þannig að vínin eru fíngerð og létt og ekki eins alkóhólrík og títt er um mörg vín sem eru þá jafnframt þyngri og stærri. 

Sannarlega þess virði að prófa og við munum bæta í úrvalið eftir því sem hægt er en framleiðslan er ekki mikil og því verða sum vínin ekki alltaf til, en við reynum okkar besta. Njótið !

Matthiasson vín

bottom of page