top of page
Forsíða: Welcome
Tuscan wieyards.jpg

Barolo og Brunello nýkomið!

Þeir sem kaupa 6 flöskur eða fleiri fá 15% afslátt sem reiknast við greiðslu.Gildir um flest léttvín en ekki vörur á tilboði og einstaka vörunúmer sem bera ekki afslátt.

Tilboð

Um okkur

USA Vín er hluti af fjölskyldufyrirtæki okkar sem flytur nú inn og kynnir spennandi vín frá Norður Ameríku. Fyrsta vörumerkið okkar er Matthiasson sem er rekið af Steve og Jill Matthiasson en þau framleiða spennandi vín bæði af sínum eigin vínekrum en einnig blöndur unnar úr berjum frá öðrum ræktendum. Næst bættist svo Arnot Roberts í safnið sem við erum mjög spennt fyrir enda valdi San Fransico Chronicle dagblaðið þá Víngerð ársins í Kaliforníu árið 2013, en upphafsár þess er 2001 svo það er eftirtektarverður árangur. Opus One þarf vart að kynna vínáhugafólki en við bjóðum nú þetta eðalvín frá Napa. Nýjasta viðbótin eru LIOCO vínin frá Kaliforníu sem eru frábær vín sem fá mjög góða dóma. Frá Ítalíu fáum við svo Antica Fratta sem eru frábær Franciacorta freyðivín gerð skv. hefðbundinni aðferð, þeirri sömu og í Champagne í Frakklandi. Einnig frá Ítalíu koma Castello di Monsanto rauðvín og Barolo vín frá Ranieri. Brunello di Montalcino frá Siro Pacenti er einnig í boði en það er í mjög takmörkuðu magni.  Portúgölsk vín fra Herdado do Rocim eru frábær vín á góðu verði sem eru mjög vinsæl hjá okkur.Við erum með eitt mesta úrval af gæða Bordeaux vínum á landinu með samningi okkar við einn stærsta heildsala í Bordeaux DUCLOT. Hægt er að óska eftir sérpöntunarlista en við eigum að jafnaði til nokkrar tegundir á lager.

Við seljum einnig hið rómaða Brockmans Gin frá Bretlandi. Þetta eðal Gin er að slá í gegn hvarvetna sem það kemur enda afar gott og mjúkt með skemmtilegum Bkáberjakeim og hentar vel í alla hefðbundna Gin drykki. Fæst nú í Vínbúðinni.

Forsíða: About
bottom of page