top of page

Matthiasson vínin.

Vínin sem við bjóðum uppá núna eru 3 en til stendur að auka úrvalið fljótlega.

Cabernet Sauvignon 2017 samanstendur af 95% Cabernet Sauvignon, 3% Petit Verdot, 2% Cabernet Franc. Vínið er örlítið "feimið" ef því er hellt beint úr flöskunni svo við mælum með að því sé umhellt c.a.30-40 mín. áður en það er drukkið. Vínið er að okkar mati talsvert ólíkt öðrum Cabernet vínum frá Napa sem oft eru stór og massív og svipar meira til franskra vína því það er léttara og fínlegra. Ilmurinn gefur strax til kynna Cabernet en bragðið er þétt en fínlegt og  í sérlega góðu jafnvægi. Fyrsta glasið er gott, næsta enn betra því það vinnur á með slíkum hætti að mann langar að drekka það hægt og njóta hvers einasta sopa. Vínið fær 4.3 í meðaleinkun á Vivino.

Napa Valley White wine 2017 er blanda úr 50% Sauvignon blanc, 25 % Ribolla gialla, 20 % Semillon, and 5 % Tocai friulano. Sannarlega alþjóðleg blanda og er nokkurskonar hylling til franskrar og ítalskrar víngerðarlistar. Áfengismagn er aðeins 12,1 % svo vínið er létt og ferskt og ilmurinn fínlegur en margslunginn.  Vínið fær meðaleinkun 4.1 á Vivino.

2019 Chardonnay Napa Valley
Linda Vista vineyard

Hér er komið Chardonnay frá vínekru sem upphaflega var sett upp af Behringer 1989.Matthiasson fjölskyldan hefur nú tekið við henni á þeim tímapunkti sem hún er að ná fullum þroska. Vínið er með 12,5 % alkóhól innihald og er sérlega ljúffengt. Meira í ætt við franska stílinn, fínlegra en mörg Chardonnay frá Kaliforníu sem við höfum smakkað en bæði ilmur og bragð í sérlega góðu jafnvægi. Vínið fær 4.0 í meðaleinkun hjá Vivino. 

Vínekran er með lífræna vottun sem ekki skemmir nú fyrir !

bottom of page